news

​Furðuverur taka yfir Urriðaholtsskóla

07 Nóv 2023

Sú hefð hefur skapast í Urriðaholtsskóla að gleðjast í tilefni Hrekkjavöku. Engin undantekning var þar á á dögunum og í skólann mættu alls konar furðuverur, ofurhetjur og mennskar verur inn á milli. Búið var að skipuleggja flæði á milli svæði og gekk dagurinn eins og í sögu. Í boði voru draugahús, þrautabrautir, danspartý, föndur, rólegheit en umfram allt mikil gleði.