news

Blær bangsi hjá 5 ára börnum

22 Okt 2021

Í vikunni kom bangsinn Blær úr vinuáttuverkefni Barnaheilla loksins formlega til 5 ára barna á Hamri.

Undanfarnar vikur hafa þau verið undirbúa komu hans og meðal annars útbjó hvert barn hús fyrir sinn bangsa og merkti með nafni. Babb kom þó í bátinn á ferðalagi Blæs frá Ástralíu, en vegna Covid takmarkana varð Blær stopp í Amsterdam. Þá er gott hafa góð tengsl, og faðir eins nemanda gerði sér lítið fyrir og skutlaðist eftir Blæ. Faðirinn kom beint úr flugi, með fulla ferðatösku af böngsum og öll börn gátu því boðið sínum Blæ bangsa í nýtt heimili.