Hópur af leikskólastigi gerði sér glaðan dag og fór í vettvangsferð niður að Urriðaholtsvatni og gengu hringinn í kringum vatnið. Við vorum með fjölbreytta fræðslu m.a um fugla sem eru við Urriðaholtsvatn, plöntur, blóm og urriðana sem lifa í vatninu. Vettvangsferðin var hluti af verkefni sem leikskólastig vinnur að tengdu Erasmus sem heitir Kinder-Eco. Stefnt er að því að þróa vettvangsferðirnar enn frekar og stuðla að aukinni útikennslu í Urriðaholtsskóla.