news

Útiyoga á leikskólastigi

16 maí 2022

Þessa dagana er leikskólastig hægt og rólega að draga úr hefðbundnu vetrarstarfi og færa sig yfir í skipulagt sumarstarf. Liður í því var síðastliðinn föstudagi, því þann 13. maí fóru leikskólabörn í útiyoga í blíðunni fyrir hádegi.

Magdalena leikskóla- og yogakennari fór upp á "þak" hússins og leiddi börn og starfsfólk í gegnum góðar æfingar.