news

Urriðaholtsskóli í samstarfi við Morningside Academy

20 Okt 2023

Urriðaholtsskóli og Arnarskóli hafa nú hafið sitt annað ár í samstarfi sínu við Morningside Academy í Seattle í Bandaríkjunum en sérfræðingar frá skólanum heimsóttu starfsfólk grunnskólastigs Urriðaholtsskóla í fjórða sinn á einu ári nú í byrjun október. Morningside er rannsóknarskóli sem sérhæfir sig árangursríkum og einstaklingsmiðuðum kennsluháttum. Verkefnið er styrkt af Endurmenntunarsjóði Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkulega styrkt af Þróunarsjóði grunnskóla í Garðabæ.

Sérfræðingarnir heimsóttu fjölda kennslustunda, héldu námskeið og gáfu kennurum endurgjöf á kennsluskipulag, námsefni og kennsluhætti. Starfsfólk skólans sem sótti námskeið og fékk heimsóknir í kennslu á hrós skilið fyrir óþreytandi vilja og elju í að læra og tileinka sér ný vinnubrögð og að leggja sig alltaf fram um að ná enn lengra nemendum okkar til heilla.

Urriðaholtsskóli er sem stendur eini almenni grunnskólinn á Íslandi sem hefur það í stefnu sinni að nota gagnreynda kennsluhætti og er þetta samstarf stór þáttur í að festa þá starfshætti í sessi.

Hægt er að læra meira um þennan góða samstarfsskóla hér:

https://morningsideacademy.org/