Urriðaholtsskóli 5 ára
17 Apr 2023
Urriðaholtsskóli á afmæli síðasta vetrardag og verður þá 5 ára. Í tilefni dagsins hvetjum við nemendur og starfsfólk að mæta prúðbúið. Einnig ætlum við að vinna sérstök afmælisverkefni, fáum heimsókn frá skemmtilegum töframanni og auðvitað gæðum við okkur á ljúffengri afmælisköku. Klukkan 15 verður opið hús fyrir alla aðstandendur og gaman væri að sjá sem flesta.