news

Urriðaholtsskóli 4 ára í dag, síðsta vetrardag

20 Apr 2022

Það er gaman að líta um öxl og fara yfir vegferð Urriðaholtsskóla þessi fjögur ár sem hann hefur starfað. Í apríl 2018 mættu fyrstu nemendur skólans í aðlögun, þau voru 33 og lauk aðlögun síðasta vetrardag. Það var því ákveðið að afmæli Urriðaholtsskóla væri þennan góða dag.

Í dag eru rúmlega 360 nemendur við skólann á leik- og grunnskólastigi og við fögnum við afmæli. Morguninn hófst á heimsókn foreldra grunnskólabarna. Það var dásamlegt að fá allan þennan fjöld í hús. Barnamenningarhátið hefur svo sannarlega ríkt í okkar húsi síðustu vikur og voru nemendur á báðum skólastigum búnir að setja upp fallegar sýningar af verkefnum sínum. Í morgun mættu foreldrar grunnskólabarna í heimsókn og við höfum í raun aldrei fengið svona marga gesti í einu í hús þar sem helming ævi skólans hefur einkennst ef aðstæðum í heimsfaraldri og Covid búið að stjórna ferðinni. Síðdegis fyllast svo gangar skólans að nýju, þegar foreldrar leikskólabarna rýna dýrðina.

Við erum stolt af þessum unga skóla og því starfi sem hér fer fram. Starfsfólk skólans er umhugað um að mæta hverju barni af hlýju og nærgætni alla daga svo hver og einn geti notið sín og þroskast og dafnað. Meðfylgjandi eru myndir af hluta þess sem fyrir augu bar í dag.