Slökkviliðið og 5 ára börn
07 Okt 2022
Miðvikudaginn síðasta, 5. október, heimsótti Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins 5 ára börn Urriðaholtsskóla. Börnin fengu tækifæri til að skoða sjúkrabíl og áttu gott samtal við slökkviliðsmenn um brunavarnir. Börnin voru hæstánægð með heimsóknina, lærðu mikið og eru stolt af því að vera orðin aðstoðarslökkviliðsmenn!