news

Skólasöngur Urriðaholtsskóla

02 maí 2023

Í tilefni af 5 ára afmæli Urriðaholtsskóla átti tónmenntakennarinn okkar, Ingvar Alfreðsson frumkvæði að því að semja skólalag. Samdi hann bæði lag og texta sem nemendur skólans sungu og má hlusta á afraksturinn á Spotify.
Frumflutningur lagsins var á afmælishátíðinni og varð þetta strax uppáhaldslag margra :-)

https://open.spotify.com/album/3V0d9xt96HGO1o3bulR...

Upp á holtinu stendur hátt

varðan sem okkur leiðir

áfram, upp og í rétta átt

götu okkar hún greiðir


Vinir erum við öll sem eitt

tengjumst vináttuböndum

ekkert getur því fengið breytt

saman alltaf við stöndum


Takk fyrir allt sem við lærum hér

um skólann við göngum með stolti

syngjandi um að langbestur er

skólinn í Urriðaholti


Saman eigum við gildin þrjú

ábyrgð sýnum og berum

elskum umhverfið ég og þú

Allt af virðingu gerum


Takk fyrir allt sem við lærum hér

um skólann við göngum með stolti

syngjandi um að langbestur er

skólinn í Urriðaholti


Lalalala


Takk fyrir allt sem við lærum hér

um skólann við göngum með stolti

syngjandi um að langbestur er

skólinn í Urriðaholti


Takk fyrir allt sem við lærum hér

um skólann við göngum með stolti

syngjandi um að langbestur er

skólinn í Urriðaholti

Urriðaholtsskóli, við Vinastræti | Phone: 5919500 | Email: urridaholtsskoli@urridaholtsskoli.is