Í tilefni af 5 ára afmæli Urriðaholtsskóla átti tónmenntakennarinn okkar, Ingvar Alfreðsson frumkvæði að því að semja skólalag. Samdi hann bæði lag og texta sem nemendur skólans sungu og má hlusta á afraksturinn á Spotify.
Frumflutningur lagsins var á afmælishátíðinni og varð þetta strax uppáhaldslag margra :-)