news

Skólasetning 2022

19 Ágú 2022

Skólasetning grunnskólanemenda Urriðaholtsskóla er þriðjudaginn 23. ágúst. Þá mæta nemendur í samtal með foreldri/-um eða forráðamanni/-mönnum. Þar er farið yfir dagskrá vetrarins, stundatafla afhent og markmið sett.

Miðvikudaginn 24. ágúst er fyrsti kennsludagur skv. stundatöflu. Þann dag mæta nemendur á eftirtöldum tíma í hús, byrjum í stóra stiganum við anddyri, foreldrar eru velkomnir með en þegar nemendur fara á sín heimasvæði hverfa foreldrar til sinna starfa:

1. bekkur kl. 8:15 – Hlíð heimasvæði

2. bekkur kl. 8:30 – Hraun heimasvæði

3. og 4. bekkur kl. 8:45 – Höfði heimasvæði

5.-8. bekkur kl. 9:00 – 5. og 6. bekkur Hnjúkar heimasvæði, 7.og 8. bekkur Engey/Viðey (útstofur)