news

Nemendaþing

24 Nóv 2022

Þann 17. Nóvember var haldið nemendaþing í Urriðaholtsskóla fyrir nemendur í 5.- 8. Bekk. Markmið þingsins var að fá hugmyndir frá nemendum hvernig þau vilja hafa félagmiðstöðina í Urriðaholtsskóla.

Eftir hugmyndavinnu og kosningar þá mun félagsmiðstöðin bera nafnið Urri og opnunartími félagsmiðstöðvarinnar til að byrja með verður á þriðjudögum og fimmtudögum frá 17:00-19:00.

Félagsmiðstöðin verður inn í skólanum og þau labba inn sama inngang og þau gera á skólatíma.

Við munum opna næsta þriðjudag 29. nóv þar sem dagskráin verður hugmyndakvöld. Þá geta nemendur komið með hugmyndir t.d. hvaða spil þau vilja hafa í félagsmiðstöðinni, hvaða tölvuleiki o.fl. Boðið verður upp á pizzu og djús ?

Annað, þá er hafin logo keppni. Nemendur fá tækifæri til þess að hanna logo sem þeim finnst flott og passa við nafniðUrri, en nafnið þarf að vera í logoinu. Þegar við höfum fengið logo-in þá munu allir nemendur í 5.- 8. bekk kjósa um hvaða logo skal nota.

Það má handteikna logoið eða gera það í tölvu en það þarf að skila því í afgreiðslu Urriðaholtsskóla í síðasta lagi á mánudag 28. nóv.