Nú er komið að kynningum á skólastarfi vetrarins á grunnskólastig. Við verðum með kynningarnar þrískiptar, þ.e. 1. og 2. bekkur saman og foreldrar þeirra barna fá einnig námskeið í lestrarkennslu. 3. og 4. bekkur verða saman og 5. til 8. bekkur verða saman. Við tökum tvö síðdegi í þetta í næstu viku. Það er afar mikilvægt að það komi fulltrú frá hverju barni á þessa fundi.
Í byrjun október verður svo aðalfundur foreldrafélagsins en þá verður kosið í stjórn foreldra félags og fulltrúar í foreldraráð verða kosnir.
Haustfundir verða sem hér segir:
. Miðvikudaginn 21. september kl. 17:30, foreldrar barna í 5. til 8. bekk, byrjað í miðrými.
. Fimmtudaginn 22. september kl. 17:00, foreldrar barna í 1. og 2. bekk. Byrjaði í miðrými, námskeið og kynning.
. Fimmtudaginn 22. september kl. 18:15, foreldrar barna í 3. og 4. bekk. Byrjað í miðrými, kynning.
Á heimasvæðum verða árgangafulltrúar kosnir og m.a. farið yfir samstarf, samvinnu og samskipti, barna, foreldra og skólans. Námið og námsmarkmið kynnt og vinna með Mentor og skráningu foreldra og skólans í kerfið.
Hlökkum til að sjá ykkur