news

Kynjafræði

07 Apr 2022

Nemendur í kynjafræði á miðstigi eru búin að vera að læra um auglýsingar en daglega dynja á okkur á milli 3000-20.000 auglýsingar en einungis af 8% innihaldi þeirra er meðtekið meðvitað. Auglýsingar hafa það yfirlýsta markmið að hafa áhrif á hegðun okkar og vegna þess fjölda sem við sjáum daglega er mikilvægt að þjálfa sig í að greina og túlka auglýsingar. Auglýsingar ýta oft undir staðalmyndir og lítið er um fjölbreytileika og geta slíkar auglýsingar haft mikil áhrif á börn og skoðanir þeirra.

Nemendur greindu bækling frá Kids Coolshop sem kom út fyrir jólin 2021. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

Í bæklingnum voru 72 fyrirsætur.

Af þeim voru:

Stelpur um 46% af öllum fyrirsætum.

Strákar um 47% af öllum fyrirsætum.

Um 7% voru stálp eða börn sem ekki var auðvelt að kyngreina eftir kynjatvíhyggjunni.

Bæklingurinn var almennt mjög kynjaskiptur í „stelpudót“ og „strákadót“.

Í einungis um 0,07% tilfella mátti sjá stelpur leika með „strákadót“ eða stráka að leika með „stelpudót“.

Um 64% allra voru hvítir og um 36% voru litaðir.

Engin fyrirsæta var með sjáanlega fötlun.

Engin fyrirsæta var í yfirþyngd.

Nemendur bjuggu síðan til sínar eigin auglýsingar þar sem fjölbreytileikinn var alls ráðandi.