news

Klúbbastarf Urriðakots

20 Feb 2023

Í janúar 2023 fór formlega af stað klúbbastörf fyrir 1,2,3 og 4 bekk. Einu sinni í viku er haldin myndlistarklúbbur fyrir 1 og 2 bekk. Barbara starfsmaður Urriðaholtsskóla sér um hann og eru krakkarnir að föndra allskonar hluti sem þau mega síðan taka með sér heim .

Fyrir 3 og 4 bekk er boðin upp á klúbbur sem heitir Gauragangur, sem haldin er einu sinni í viku. Þar hafa börnin spilað fótboltaspil og smakkað ýmsa sterkan mat.

Síðan er Skemmtiklúbbur í 3 og 4 bekk. Þar reynum við að framkvæma allar skemmtilegu afþreyingarnar sem börnin biðja um. Sem dæmi má nefna hefur verið kökuskreytingakeppni, bingó og bíó.

Skemmtifundur er haldinn einu sinni í viku hjá 3 og 4 bekk þar sem börnin geta æft og fundið hvernig lýðræði virkar. Börnin koma þar með hugmyndir um það sem þau vilja gera í frístund, hvað þau vilja hafa í hressingu og hvernig þau vilja hafa rýmið í kringum sig. Starfsmenn Urriðakots sjá síðan um að hægt sé að framkvæma þessa hluti.

Einu sinni í viku er haldin Vísindaklúbbur fyrir alla krakkana í Urriðakoti. Milena, starfsmaður Urriðaholtsskóla sér um hann og hefur verið mikil þátttaka í þessum klúbbi. Krökkunum finnst þessi klúbbur mjög skemmtilegur og spennandi þar sem þau geta prófað sig áfram í tilraunum.