Fyrir skemmstu var byrjað að hífa fyrstu einingarnar fyrir nýju stofurnar okkar norðan við skólann. Þegar búið verður að kubba öllum einingum saman munu þær innihalda fjórar kennslustofur og lítinn sal ásamt salernum og ræsti aðstöðu. Við fögnum þessum áfanga og bíðum spennt eftir að stilla upp skólastarfi í LEGO-landi en byggingin hefur hlotið það nafn hér innan húss. Það mun taka nokkrar vikur að græja húsin til notkunar og búast má við einhverju raski vegna framkvæmdanna.