news

Breyting á gjaldskrá leikskóla

13 Jan 2022

Garðabær innheimtir 650 kr. foreldragjald mánaðarlega með leikskólagjöldum fyrir foreldrafélög

leikskólanna. Gjaldið er innheimt að beiðni foreldrafélags og fært á viðskiptareikning foreldrafélagsins

hjá bænum. Ráðstöfun er í höndum stjórnar foreldrafélaga í samráði við leikskólastjóra. Foreldragjald

er frjálst framlag sem foreldrum er ekki skylt að greiða.

GJALDSKRÁ LEIKSKÓLA

Gildir frá 1. janúar 2022

1. Gjald fyrir leikskólavist er kr. 2.146 á mánuði fyrir hverja hálfa klukkustund á

rekstrardegi skóla.

2. Lágmarksdvöl miðast við fjórar klukkustundir á dag.

Gjald fyrir hádegisverð er kr. 8.326 á mánuði.

3. Einstæðir foreldra og námsmenn ef báðir foreldrar eru í fullu námi, fá 40% afslátt af

leikskólagjaldi en greiða fullt verð fyrir fæði.

Afslátt af námsgjaldi fá hjón og sambúðarfólk sem bæði uppfylla eftirtalin skilyrði:

Eru í háskólanámi og skráðir í að lágmarki 22 ECTS einingar á önn. Taka þarf fram á

vottorði frá skóla að um fullt nám sé að ræða.

Eru í framhaldsskóla og skráðir í fullt nám að lágmarki 15 einingar á önn.

Skila skal skólavottorði fyrirfram fyrir hverja önn þar sem fram koma upplýsingar um

einingafjölda og staðfesting á því að um fullt nám sé að ræða.

Allt nám sem er lánshæft er hjá LÍN telst gilt nám.

4. Foreldrar, sem hafa tvö eða fleiri börn á leikskóla, í tómstundaheimili eða hjá

dagforeldrum, fá 50% afslátt af gjaldi fyrir barn umfram eitt og 75% afslátt af gjaldi

fyrir hvert barn umfram tvö, en greiða fullt verð fyrir fæði. Systkinaafsláttur gildir

alltaf fyrir eldra/elsta barn óháð fjárhæðum. Sækja þarf um systkinaafslátt á sérstöku

eyðublaði sem finna má á vefsíðu Garðabæjar.

5. Foreldrar geta sótt um tímabundinn afslátt af gjaldskrá vegna náms annars foreldris

eða beggja og vegna atvinnuleysis á þar til gerðu eyðublaði og skal umsókninni fylgja

vottorð um atvinnuleysi. Ákvæði þetta skal gilda tímabundið frá 1. janúar 2021 til

ársloka.

6. Gjald umfram 8 tíma skal vera kr. 4.292 fyrir hverja hálfa klukkustund og skal það

vera óháð systkinaafslætti.

Samþykkt í bæjarstjórn Garðabæjar

2. desember 2021

Guðjón Erling Friðriksson,

bæjarritari