Starfsfólk Urriðakots vill óska ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum samveruna á nýju ári. Í jólafríinu var keppni á milli frístundaheimilanna í piparkökuhúsaskreytingum. Mikið keppnisskap var í börnunum og urðu til glæsileg piparkökuhús. Ungmennaráð Garðabæjar tók að sér það erfiða verkefni að dæma í keppninni og völdu flottasta húsið. Frístundaheimilið Urriðakot bar sigur úr bítum þetta árið og mun bera titilinn þar til næstu jól þegar keppnin verðu haldin vonandi aftur.