news

Appelsínugul veðurviðvörun í fyrramálið (7. febrúar)

06 Feb 2023

Appelsínugul viðvörun á morgun þriðjudag, eins og staðan er núna er hún þegar börn er á leið í skóla, eða að morgni milli 06:00 - 08:00, sjá hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk

Hér eru leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi annarsvegar fyrir forráðamenn og starfsfólk skóla: https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi


Leiðbeiningar frá Veðurstofu
Miðlungs eða miklar líkur eru á veðri sem valdið getur miklum samfélagslegum áhrifum. Veðrið getur valdið tjóni og slysum og ógnar mögulega lífi og limum ef aðgát er ekki höfð. Skerðing á samgöngum, innviðum og þjónustu er tímabundin eða staðbundin. Veður sem þessi verða nokkrum sinnum á ári.
Hvernig eiga forsjáraðilar að bregðast við?
Aðgerðir forsjáraðila eru þær sömu og við gula viðvörun nema meiri líkur eru á þörf fyrir fylgd og að starfsfólk leiti liðsinnis forsjáraðila í upphafi skóladags vegna manneklu. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofan koma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd
Að morgni dags:
Forsjáraðilar þurfa að morgni að tryggja að starfsmaður taki á móti börnunum þegar komið er í skólann þar sem einhver röskun getur orðið á skólastarfi vegna veðurs. Tafist getur að fullmanna skólann og mega forsjáraðilar þá búast við að starfsfólk leiti liðsinnis þeirra. Forsjáraðilar eru hvattir til að taka slíkum óskum vel.
Í lok dags:
Mikilvægt er að forsjáraðilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístundastarfi og skipulögðum æfingum í lok dags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf