news

Alþjóðlegur dagur læsis

08 Sep 2022

Nemendur í 5-8 bekk héldu uppá Alþjóðlegan dag læsis í dag. Nemendur byrjuðu í 15 mínútna yndislestri áður en þeir hófust handa við að útbúa auglýsingu fyrir uppáhaldsbókina sína. Auglýsingin hafði það að markmiði að hvetja önnur börn í skólanum til þess að lesa bókina. Auglýsingarnar voru hengdar upp á bókasafni Urriðaholtsskóla.