news

Afslættir gjalda

17 Ágú 2023

Staðfest er að afsláttur til einstæðra foreldra og námsmanna verður tekjutengdur frá og með 1. ágúst nk.

Þar sem að þetta var ekki kynnt fyrir foreldrum með nægilegum fyrirvara vegna ágústgjalda látum við afslátt til einstæðra foreldra standa eins og hann er vegna gjalda í ágúst, en óskum eftir að því að foreldrar verði búnir að sækja um tekjutengdan afslátt fyrir 20. ágúst nk. vegna septembergjalda.

Foreldrar munu þurfa að sækja sérstaklega um tekjutengdan afslátt og skila staðgreiðsluskrá RSK með umsókn. Skila verður inn staðgreiðsluskrá beggja foreldra ef um sambúðarfólk eða hjón er að ræða.

Sækja þarf um afslátt einu sinni á ári, að hausti.

Þeir foreldrar sem eru með systkinaafslátt fyrir eldri börn, geta sótt um tekjutengdan afslátt fyrir yngsta barn ef að þau falla undir tekjuviðmið.

Uppfært tekjuviðmið skv. launavísitölu 1. janúar 2023 er 865.469 kr. og er miðað við heildartekjur heimilis síðustu þrjá mánuði fyrir umsókn.

Hér fyrir neðan er mynd af reglum um tekjutengingu ásamt hlekk á reglurnar á heimasíðu Garðabæjar:

https://www.gardabaer.is/ibuar/skolar-og-daggaesla/systkinaafslattur/

https://www.gardabaer.is/media/gjaldskrar/Reglur-um-tekjutengingu-afslattar-samth-i-bst-01.12.2022.pdf