news

Lögregluheimsókn

07 Mar 2024

Fimmtudaginn 7.mars fékk 2.bekkur skemmtilega heimsókn frá tveimur lögreglukonum.

Í heimsókninni var farið yfir dagleg störf lögreglunnar ásamt því að krakkarnir fengu að spyrja alls kyns spurninga um störf hennar. Þeir sem vildu fengu svo að prófa að vera sett í handjárn og heimsóknin endaði á því að allir fóru að skoða lögreglubílinn.

Við þökkum lögreglunni kærlega fyrir heimsóknina!