Náms- og starfsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður. Nemendur og foreldrar/forráðamenn geta leitað til náms-og starfsráðgjafa með hin ýmsu mál sem snúa að líðan nemandans, námi og framtíðaráformum.

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa í grunnskóla eru að:

 • Standa vörð um velferð allra nemenda
 • Vera talsmaður nemenda
 • Veita ráðgjöf og fræðslu um námstækni og próftækni
 • Veita hópráðgjöf /fræðslu vegna t.d. námstækni, námsvals og samskiptavanda
 • Leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi
 • Aðstoða nemendur við að setja sér markmið og gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum
 • Veita nemendum ráðgjöf og fræðslu um náms- og starfsval
 • Veita nemendum einstaklingsráðgjöf
 • Veita persónulegan og félagslegan stuðning við nemendur
 • Aðstoða nemendur við að efla sjálfsþekkingu til þess að geta notið sín í námi og starfi
 • Sinna fyrirbyggjandi starfi í samstarfi við aðra starfsmenn skólans
 • Vinna að bættum samskiptum innan skólans
 • Sitja nemendaverndarfundi
 • Þátttaka í eineltisteymi skólans
 • Þátttaka í áfallaráði

Ráðgjöf stendur öllum nemendum í grunnskólanum til boða. Nemandinn sjálfur getur óskað eftir viðtali hjá náms- og starfsráðgjafa en einnig geta foreldar/forráðamenn, umsjónakennarar og skólastjórnendur vísað nemendum í ráðgjöf.

Náms- og starfsráðgjafi Urriðaholtsskóla er Steiney Snorradóttir. Hægt er að panta viðtal í síma 591-9593 eða með því að senda tölvupóst á netfangið steineysn@urridaholtsskoli.is

Viðtalstímar eru eftir samkomulagi.