Opnunartími

Opnunartími er mánudaga til föstudaga frá kl. 7:30 til kl. 17:00, kennsla hefst kl. 8:15.


Leyfi frá skólasókn

Umsjónarkennari getur veitt barni leyfi frá skólasókn í einn til tvo daga. Ef sækja þarf um leyfi frá skólasókn í lengri tíma þarf að senda inn formlega umsókn (sjá eyðublað hér fyrir neðan). Skólastjórnendur hafa heimild til að veita slíka undanþágu en þó ávallt í samráði við kennara barnsins. Foreldrar bera ávallt ábyrgð á að barn vinni upp það sem það kann að missa úr á meðan á leyfi stendur.

Eyðublað - umsókn um leyfi frá skólasókn


Alment um skólasókn

Í grunnskólum Garðabæjar er mánaðarleg greining á forföllum allra nemenda önnur en langtímaveikinda. Þegar grunur vaknar um skólasóknarvanda/skólaforðun nemanda skal bregðast við með viðeigandi hætti með það að leiðarljósi að veita stuðning.
Ósamfelldar samvistir
2-7 fjarvistir - Umsjónarkennari ræðir við nemanda og aðstandendur hans.
8-14 fjarvistir - Fundur með umsjónarkennara, nemanda, aðstaðdendum og skólastjórnanda ef ástæða þykir til.
15-20 fjarvistir - Málinu er vísað til umræðu í nemendaverndarráði.
21 eða fleiri fjarvistir - Tilkynning send til barnaverndar sem boðar til fundar með viðeigandi aðilum.
Veikindi/leyfi
10 dagar eða fleiri - Umsjónarkennari hefur samband við aðstandendur. Áætlun um námsframvindu unnin í sameiningu.
15 dagar eða fleiri - Umsjónarkennari upplýsir skólastjórnendur um stöðu mála, hefur samband við aðstandendur og gerir áætlun um námsframvindu.
20 dgar eða fleiri - Skólastjórnandi boðar aðstandendur til fundar og vísar málinu til umfjöllunar í nemendaverndarráði.
Engin breyting til batnaðar á skólasókn - Tilkynning send til barnaverndar sem boðar til fundar með viðeigandi aðilum.

Skólum er heimilt að óska eftir vottorði læknis vegna veikinda hvenær sem er í ferlinu.


Útivera og útbúnaður

Urriðaholtsskóli er staðsettur við dásamlega ósnortna náttúrperlu, Heiðmörk. Skólalóðin er vel hönnuð og búin góðum tækjum fyrir börn. Markmið okkar er að njóta útiveru og tryggja að börnin festi útivist í sessi í sínu daglega lífi. Fatnaður barna þarf því að vera í samræmi við veðurfar og að þau séu sjálfbær um að klæða sig í samræmi við veður og vinda.


Urriðakot - frístundaheimili

Urriðakot er frístundaheimili Urriðaholtsskóla og er fyrir nemendur á yngsta stigi grunnskólans og starfar sjálfstætt að loknu skólastarfi. Leitast er við að hafa fjölbreytt og áhughvetjandi starf í frístundinni og bjóða upp á spennandi verkefni.

Lögð er áhersla á að nemendur fari út eftir að skóladegi lýkur og viðri sig í frjálsum leik. Eftir útivist og hressingu velja nemendur valsvæði sem eru fjölbreytt og mismunandi eftir dögum.

Markmið frístundar er:

  • Að skapa börnum hlýlegt, öruggt og notalegt umhverfi
  • Að börn fái tækifæri til að vera í frjálsum leik með vinum sínum
  • Að börn læri að bera virðingu fyrir félögum sínum og sýni hvert öðru kurteisi og tillitsemi
  • Að börn gangi vel um þá hluti sem þau hafi aðgang að
  • að börn læri að ganga frá eftir sig, bæði þeim efnivið sem þau hafa verið með og umhverfinu sjálfu

Frístund er opin á starfstíma skólans, þ.e. frá fyrsta degi eftir skólasetningu fram að skólaslitum. Á skóladagatali koma fram allir frídaga og óhefðbundnir skóladagar. Á frídögum, í jólafríi, páskafríi, vetrarfríi og skipulagsdögum skólans stendur þjónusta frístundaheimila til boða frá kl. 08:30-16:30. Foreldrar verða að skrá börn sín sérstaklega þessa daga. Á aðfangadag og gamlársdag er lokað sem og einn starfsdag á haustönn. Mikilvægt er að vistunartími sé virtur enda miðast mönnun útfrá velferð barna við skráningu hverju sinni.

Breytingar á vistunartíma eða uppsögn fer fram á Minn Garðabær eða með tölvupósti til umsjónarmanns Frístundar. Tilkynning þarf að berast fyrir 15. hvers mánaðar og tekur breytingin gildi um næstu mánaðarmót.

Gjaldskrá tómstundaheimila Garðabæjar 2020

Gjaldskrá tómstundaheimila Garðabæjar 2021


Aðstaðan og hagnýtar upplýsingar

Grunnskólaeiningin starfar á efri hæð skólans. List- og verkgreinaraðstaða er á neðri hæð skólans.

Skólaíþróttir fara fram á skólasvæðinu og í Ásgarði en sundkennsla fyrir nemendur er einu sinni í viku í sundlaug Álftaness. Líkt og kemur fram í Aðalnámskrá verða skólaíþróttir samþættar öðru skólastarfi með það að leiðarljósi að ná fram jákvæðum skólabrag og stuðla að heilsueflandi samfélagi. Þar kemur einnig fram að með áherslu á daglega hreyfingu og markvissa þjálfun er lagður grunnur að heilsu og velferð nemenda til lífstíðar.

Skólalóðin, nærumhverfið og sú aðstaða sem við höfum fyrir hendi uppfyllir þarfir okkar svo hægt sé að ná markmiðum námskrár í skólaíþróttum.

Nemendur fá námsgögn í skólanum. Samvinna í lestrarnámi verður heimavinna barna og foreldra.