Matseðil má finna inn á heimasíðu Skólamatar með því að velja matseðil og Urriðaholtsskóli.

Skólamatur mun sjá um eldhús skólans. Fyrirtækið hefur áralanga reynslu af því að útbúa mat fyrir skóla og vinna eftir gæðastöðlum Manneldisráðs við undibúning og framleiðslu. Næringarfræðingur ásamt matreiðslumeistara tryggir að allur matur innihaldi þau næringarefni sem okkur eru nauðsynleg.

Skólamatur notar eingöngu hágæða hráefni og er allt kjöt, fiskur og kartöflur frá viðurkenndum íslenskum framleiðendum. Á hverjum degi er boðið upp á ferskt grænmeti og ávexti.

Allir næringarútreikningar og innihaldslýsingar eru birtar á heimasíðu Skólamatar (sjá hér að ofan). Fyrirtækið framleiðir frá grunni fiskbollur, fiskbuff, plokkfisk, súpur, grauta og ýmsa ofnrétti svo eitthvað sé nefnt.

Matarvenjur ráðast ekki eingöngu af smekk heldur einnig af óviðráðanlegum þáttum eins og fæðuóþoli eða ofnæmi. Þegar svo er býður Skólamatur upp á sérfæði gegn framvísun læknisvottorðs.

Áhersla er lögð á að matartímar séu róleg og ánægjuleg samverustund barna og starfsmanna. Flest börn eru í mataráskrift og er sami matur í boði fyrir börn og fullorðna.

Börnin læra borðsiði og að borða fjölbreyttan og hollan mat. Sjálfsbjargarviðleitni barnanna er virt og örvuð. Börnin taka þátt í undirbúningi og frágangi máltíða.

Allar upplýsingar um skráningu má finna á vef Skólamatar. Á heimasíðunni má einnig finna gjaldskrá fyrir núverandi skólaár. Mikilvægt er að skrá barn tímanlega í áskrift áður en skólastarf hefst í ágúst.

Þau börn sem koma með nesti að heiman borða með skólasystkinum sínum á matmálstíma og er kappkostað að gera matartímann sem notalegastan.