Matseðil má finna inn á heimasíðu Matartímans með því að velja matseðil.

Matartíminn er í eigu Sölufélags garðyrkjumanna. Við sérhæfum okkur í þjónustu við mötuneyti, með sérstakri áherslu á leik- og grunnskóla.

Frá því að Matartíminn var stofnaður árið 2017 höfum við lagt okkur fram við að auka hlut íslenskra afurða í matarræði landsmanna — ekki síst með því að koma skólabörnum snemma á bragðið með fersku og safaríku íslensku grænmeti.

Sérfæði

Mikilvægur hluti af starfsemi okkar er öflugt ofnæmiseldhús. Þar vinnur sérhæft matreiðslufólk með reynslu og þekkingu á matreiðslu sérfæðis af öllu tagi. Við leggjum áherslu á að þjóna öllum sem þurfa á sérfæði að halda, hvort sem það er vegna ofnæmis eða lífsskoðunar. Matartíminn hefur ávallt veganrétti í boði fyrir þá sem þess óska.

Matreiðslufólkið okkar lumar á ýmsum bragðgóðum leiðum til að uppfylla sérþarfir í mataræði, hvort sem þær stafa af fæðuofnæmi eða trúarbrögðum. Við viljum spanna allt litrófið með fjölbreyttu framboði af hollum og bragðgóðum mat.

Íslenskt grænmeti

Auk þess að bjóða upp á ferskt grænmeti allt árið þá leggjum við okkur fram við að fullnýta uppskeru grænmetisbænda og draga úr matarsóun. Vörur íslenskra grænmetisbænda eru allar kolefnisjafnaðar og stutt að sækja í nærliggjandi sveitir.

Öllu hráefni er pakkað í höfuðstöðvum SFG áður en öflugt dreifikerfi Matartímans tekur við og kemur sendingum til viðkomandi mötuneyta. Þar tekur starfsfólk okkar við hráefninu, eldar matinn og framreiðir.

Sjá nánar heimasíðu Sölufélags garðyrkjumanna islenskt.is

Þau börn sem koma með nesti að heiman borða með skólasystkinum sínum á matmálstíma og er kappkostað að gera matartímann sem notalegastan.