news

Ylja í heimsókn

22 Mar 2019

Á föstudögum er skemmtileg hefð hjá okkur að hafa söngstund með öllum nemendum og kennurum skólans. Föstudaginn 29. mars var söngstundin aðeins öðruvísi en þá kom dúettinn Ylja í heimsókn til okkar. Þær sungu fyrir okkur gömul þjóðlög og nokkur lög sem þær hafa samið sjálfar. Börnin voru mjög ánægð með heimsóknina og sungu hátt og snjallt með þeim ljóðum sem þau þekktu.