news

Vorið komið í Urriðaholtsskóla

20 Mar 2019

Í síðustu viku var mikið um að vera á yngstu heimasvæðum í Urriðaholtsskóla. Börnin máluðu blómapotta, settu vikur og mold í þá og síðan fræ og var mjög gaman að fylgjast með þeim í þessu verkefni. Það verður gaman að fylgjast með spírunum koma upp og sjá blómin dafna.