news

Vorhátíð og útskrift

06 Jún 2019

Sólin skein á glöð börn og fullorðna á útskrift og vorhátíð skólans. Við erum þakklát fyrir góðan vetur með börnunum okkar og þökkum starfsfólki, foreldrum og velunnurum fyrir stuðninginn í vetur sem hefur verið ómetanlegur. Níu börn voru að ljúka leikskólastigi og eitt barn að ljúka yngsta stigi og stíga nú inn í sumar með afrakstur vinnu sinnar og mega vera stollt af sér. Við tekur sumardagskrá leikskólastigs og sumarleyfi barna og starfsfólks ásamt undirbúningi fyrir kraftmikið haust þegar við komum öll saman aftur, tvöfalt fleiri en við erum núna. Til hamingju með fyrsta veturinn Urriðaholtsskóli.