Við stækkum og stækkum

03 Jan 2019

Allir á Klifi eru svona glaðir að vera komnir í röð, reglu og rútína eftir jólafrí. Fagstarf er komið á fullt með alls kyns verkefnum og vangaveltum um lífið og tilveruna. Til gamans má segja frá því að okkur fjölgar og fjölgar og nú eru börnin í Urriðaholtsskóla orðin 97 talsins og spennandi að sjá hvenær 100 barna múrinn fellur. Framkvæmdir við grunnskólabyggingu eru komnar á fullt með tilheyrandi krafti og látum og erum við full tilhlökkunar að sjá fallega skólann okkar breytast á hverjum degi.