news

Útskrift af yngsta stigi grunnskóla

08 Jún 2020

Í Urriðaholtsskóla útskrifast börn af hverju skólastigi og í dag eru nemendur á þremur stigum í skólanum; leikskólastigi, yngsta stigi grunnskóla og miðstigi. Í dag var útskrift barna af yngsta stigi grunnskóla. Börnin voru að vonum ánægð að ljúka í raun öðru skólastiginu. Stigu á stokk og sungu fyrir fjölskyldur sínar, tóku á móti vitnisburði vetrarins og fluttu svo frumsamið tónverk fyrir gesti. Nýtt skólastig tekur við næsta haust þegar þau fara yfir á miðstig grunnskóla.

Á morgun mæta þau uppskerupsjall til kennaranna sinna þar sem þau setja sér markmið fyrir sumarið hvað lestur og líðan varðar. Við erum stolt af þessum vaska hópi sem hefur gildi skólans að leiðarljós í daglegu lífi en þau eru; viðring, ábyrgð og umhverfi.