news

Útskrift af leikskólastigi

08 Jún 2020

Í dag var stór dagur hjá 5 ára börnum en þau útskrifuðust við hátíðlega athöfn af leikskólastigi. Við útskriftina tóku þau lagið fyrir fjölskyldur sínar. Þau fengu vitnisburð og ferilskrá með hlýjum kveðjum frá góðum vinum. Síðan stigu þau á stokk og dönsuðu við lag Daða og gagnamagnsins. Útskriftin bar nokkurn keim af fordæmalausum tímum en börnin létu það ekki á sig fá. Gleðin var alls ráðandi og á næsta ári tekur nýtt skólastig við, yngsta stig grunnskóla. Tilhlökkun barna og fullorðina að vonum mikil að halda áfram á skólavegferðinni.