news

Tvö ár frá því að fyrsta barnið mætti í Urriðaholtsskóla

03 Apr 2020

Í dag er merkilegur dagur í sögu Urriðaholtsskóla en nú eru tvö ár frá því að fyrstu börnin mættu í skólann okkar. Þau voru tæplega 30 sem komu í aðlögun í byrjun apríl mánaðar og því var ákveðið að afmælisdag skólans væri dagurinn þegar allur hópurinn var kominn í hús og það var síðasti vetrardagur.

Skólinn á því ekki fastan dag en við munum fagna síðasta vetrardegi og gleðjast yfir tveggjar ára afmæli skólans um leið og við fögnum komu sumarsins.

Myndin sem fylgir fréttinni var tekinn af fyrsta barninu sem mætti í hús, Sóldísi Káradóttur þegar hún kom ásamt foreldrum.