Tilraunir

13 Feb 2019

Við þurfum ekki að vera há í lofti til að gera tilraunir. Yngstu börnin okkar hafa verið að gera litlar tilraunir með sólarljós og málningu og um leið að leika sér við að gera hlutina aðeins öðruvísi en venjulega. Verkefnið þeirra hér er að setja málningu í poka, líma hann í glugga og mála með fingrum í gegnum plastið Sólin skín í gegnum blöð og málningu og það verða til stórkostleg listaverk úr þessu. Þau njóta þess að blanda litunum og gleðin er alls ráðandi.