Þjóðminjasafnið og Giljagaur

13 Des 2018

Börnin í Urriðaholtsskóla brugðu sér í bæjarferð og heimsóttu Þjóðminjasafnið á dögunum. Öll börn frá þriggja ára fóru saman í rútuferð til höfuðborgarinnar. Það vildi svo skemmtilega til að þennan dag hafði Giljagaur mætt til byggða og skellti sér í heimsókn á Þjóðminjasafnið. Börnin nutu þess að kynnast þessum kappa vel og voru sér og sínum til mikils sóma.