Þjóðbúningurinn okkar

11 Feb 2019

Þegar fræðst er um Ísland áður fyrr er kjörið að læra líka um íslenska þjóðbúninginn og hvernig hann er þróast og breytst í aldanna rás. Upphluturinn er partur af íslenska þjóðbúning kvenna og varð sjálfstæður búningur upp úr aldamótum 1900. Una aðstoðarskólastjóri á einn sem hún saumaði sjálf, hún mætti að sjálfsögðu í honum í skólann til að sýna grunnskólabörnunum og útskýrði hvernig hann er gerður. Börnin voru mjög áhugasöm, spurðu mikið og þótti Una mikil handverkskona.