news

Það er gott að eiga góða granna

16 Des 2020

Við erum lánsöm hér í Urriðaholtsskóla enda eigum við góða granna sem hugsa vel um okkur. Á aðventunni bauð Golfklúbburinn Oddur nemendur frá 3 ára og upp úr í aðventugleði. Boðið var upp á léttar veitingar og svo vel vildi til að jólasveinarnir höfðu fengið fregnir af þessum heimsóknum og mættu á svæðið börnum og fullorðnum til mikillar gleði.

Skipulag var til fyrirmyndar og fyllstu sóttvarna gætt. Við þökkum kærlega fyrir okkur.