news

Sungið úti í góða veðrinu

24 Maí 2019

Föstudagssöngstundin var haldin úti í morgun í blíðskaparveðri. Fyrst voru sýnd fjögur tónlistaratriði , tvö frá grunnskóla og tvö frá leikskóla og síðan voru sungin vel valin sumar og föstudags fjörlög. Á myndinni má sjá einbeitt og kát 6 og 7 ára börn flytja skemmtilegt söng og klapp atriði sem er afurð tónlistar smiðju með Guggu tónmenntakennara og deildarstjóra á Kjarri.