news

Stjórnendateymi Urriðaholtsskóla stækkar

15 Jún 2021

Fyrir helgi var gengið frá ráðningu annars aðstoðarskólastjóra við Urriðaholtsskóla. Þórey Huld Jónsdóttir sem hefur verið deildarstjóri á Keldu frá upphafi hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri leikskólastigs en Una Guðrún Einarsdóttir verður þá aðstoðarskólastjóri grunnskólastigs. Við fögnum þessum áfanga enda skólasamfélagið okkar að stækka ört.

Þórey Huld er kennari með meistaragráðu í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu og mótun skólastarfsins í Urriðaholtsskóla. Fyrir Keldu foreldra þá mun Þórey leiða og styðja við starfið fram að sumarleyfi og mun Magdalena koma inn í starfið. Haust uppstilling fyrir leikskólastigið almennt er í farvegi en við erum að bæta við okkur í ágúst og munum kynna ykkur framvindu þegar púslið er fullmótað.

Stjórnendateymi skólans er því svona;

Þorgerður Anna – skólastjóri

Þórey Huld Jónsdóttir – aðstoðarskólastjóri, aðallega leikskólastig

Una Guðrún Einarsdóttir – aðstoðarskólastjóri, aðallega grunnskólastig

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir – stjórnandi stoðþjónustu alls skólans

Þóra Björg Hallgrímsdóttir – skrifstofustjóri

Þar sem við erum eitt skólasamfélag nýtum við styrk, kraft og reynslu hver annarrar eins og kostur er. Ég er ákaflega stolt af hópnum okkar, stjórnendateyminu sem og öllu starfsfólki Urriðaholtsskóla sem leggur sig fram um að mæta börnum ykkar og styðja þau við þannig að þau fái notið sín alla daga, metnaðarfullt og faglegt fólk sem er fjársjóður fyrir skólasamfélagið.

Þorgerður Anna Arnardóttir

skólastjóri /principal