news

Sólarvarnir barna

30 Apr 2021

Krabbameinsfélagið 2021 www.krabb.is/solvarnir

Sól, sól skín á mig

Svona njóta leikskólabörn sólarinnar á öruggan hátt

Börn eru viðkvæmari fyrir skaða af völdum sólar en fullorðnir. Því þarf sérstaklega að gæta að sólarvörnum barna. Á Íslandi þarf að huga að sólarvörnum milli apríl og september. Sólin er sterkust kl. 13 og stór hluti varasamrar geislunar dagsins á sér stað milli kl. 10 og 16.

Gátlisti fyrir foreldra:

 Við hugum að sólarvörnum frá apríl fram í september, sér í lagi milli klukkan 10 og 16

 Við pössum að börnin séu með föt í leikskólanum sem hylja axlir, bringu, handleggi og fótleggi

 Við munum eftir að koma með sólhatt eða derhúfu í leikskólann

 Við munum eftir að koma með sólgleraugu í leikskólann

 Við berum sólarvörn á börnin áður en þau fara í leikskólann nema við séum viss um að borið sé á þau fyrir fyrstu útiveru í leikskólanum: á öll svæði sem ekki eru hulin með fötum, svo sem andlit, eyru, hnakka, handarbök og mögulega hársvörð

 Við munum eftir að koma með sólarvörn með stuðulinn 30 til 50+ í leikskólann

 Við endurnýjum sólarvörnina eftir þörfum, almennt er mælt með að endurnýja sólarvörn árlega

 Við pössum að börnin drekki nóg vatn eftir sólríka daga

 Við erum góðar fyrirmyndir og verjum okkur sjálf fyrir sólinni

 Við erum í góðu samstarfi við leikskólann varðandi sólarvarnir barnanna

 Um helgar og í fríum fylgjum við gátlistanum fyrir leikskólann til að börnin geti notið sólarinnar heima á öruggan hátt


sólarvarnir - fyrir foreldra.pdf