Smjörgerð

07 Feb 2019

Það er gaman að læra um lífið á Íslandi í aldanna rás og fyrsta smiðjuverkefni vorannar hjá grunnskólabörnum var að vinna með og læra um Ísland áður fyrr. Eitt af verkefnunum var að búa til smjör, ekki höfðum við strokkinn og nýttum því þann efnivið sem nærtækastur var. Það kom þó ekki að sök, þegar búið var að strokka (hrissta) rjómann var komið þetta dýrindis smjör. Allir fengu að smakka og þóttu bara furðu gott enda létt og ljúffengt.