news

Smíðafréttir

03 Feb 2021

Börnin sem hafa verið í smíði síðustu 5 vikur hafa gert margt skemmtilegt. 3. og 4. bekkur tóku þátt í samfélagsverkefni með húsverðinum okkar þar sem þau sinna ýmsu viðhaldi á skólabyggingunni. Í þetta skiptið voru þau að festa hurðalista sem höfðu losnað. Þetta verkefni er liður í sjálfbærnimenntun nemenda en í henni felst að skapa samábyrgt samfélag þar sem hver einstaklingur er virkur þátttakandi. Börnin í 1. og 2. bekk fengu frjálsar hendur í verkefni þar sem einu fyrirmælin voru að nota afskurð frá öðrum verkefnum. Opin og frjáls verkefni þar sem sköpunargleðin ræður ríkjum efla námsáhuga og þannig getur hver og einn fundið hæfileikum sínum farveg.