news

Skólasetning grunnskólastig og foreldraviðtöl

16 Ágú 2021

Urriðaholtsskóli verður settur þriðjudaginn 24. ágúst. Vegna samkomutakmarkanna og sóttvarna, verður foreldrum því miður ekki boðið með á skólasetningu.

Árgangar mæta samkvæmt neðangreindu í miðrými skólans - við norðurinngang:

  • kl. 9:00 - 2. bekkur
  • kl. 9:30 - 3. bekkur
  • kl. 10:00 - 4. bekkur
  • kl. 11:00 - 5.-7. bekkur

Nemendur í 1. bekk mæta í viðtal með einu foreldri/forráðamanni sem og nýir nemendur í öðrum árgöngum. Fundaboð verða send út í vikunni.

Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 25. ágúst. Anddyri grunnskólabarna er norðanmegin við skólann.

Nemendur fá námsgögn í skólanum endurgjaldslaust. Gott að eiga létta skólatösku fyrir íþróttaföt, nesti og lestrarvasa. Mikilvægt að fara yfir útfötin, skólastarf hefst á kennslu í úthreysti alla morgna óháð veðri.

Foreldrum/forráðamönnum er bent á að kynna sér vel upplýsingar

á vef skólans www.urridaholtsskoli.is

Skráning í hádegismat er á www.skolamatur.is frá og með 23. ágúst.

Hlökkum til samstarfsins

starfsfólk Urriðaholtsskóla