news

Skipulagsdagur til kl. 13 á leikskólastigi 25. mars

24 Mar 2021

Ný reglugerð hefur tekið gildi vaðandi samkomutakmarkanir og hvað skólahald varðar gildir reglugerðin til 31. mars.

Á leikskólastigi verður skipulagsdagur fram til kl. 13:00 á morgun fimmtudaginn 24. mars. Opnun kl. 13:00 og opið miðað við vistunartíma barna.

Við förum að nýju í hólfaskiptingu eins og var í haust. Starfsfólk fer ekki á milli svæða og foreldrar koma ekki inn í skólann. Foreldrar og starfsfólk þurfa að passa vel upp á persónulegar sóttvarnir. Ef fjarvera starfsfólk á svæði er þannig að ekki er hægt að sinna starfi þarf grípa til fáliðunarreglunnar, meðfylgjandi er slóð á Viðbragðsáætlun Urriðaholtsskóla http://urridaholtsskoli.is/146-urridaholtsskoli.leikskolinn.is/heimsfaraldur%20urri%C3%B0aholtssk%C3%B3li%202020%203%2012%20(1).pdf

Nú tökum við höndum saman eins og ávallt og vinnum þetta í sameiningu eins og okkur tókst svo vel til í haust. Þeir sem kjósa að vera með börnum sínum heima geta komið við og sótt börnin en auðvitað með grímu og bankað upp á, gott að senda þess vegna skilaboð í Karellen. Verið vakandi fyrir frekari fréttum frá okkur, en þeim komum við til ykkar jafnóðum og þær berast.

Bestu kveðjur til ykkar allra frá okkur hér í Urriðaholtsskóla ????