news

Skipulagsdagur í Urriðaholtsskóla á mánudag, ekkert skólastarf á leik- og grunnskólastigi

13 Mar 2020

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum í dag, föstudaginn 13. mars, hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru að vinna að skipulagningu skólastarfs. Þegar hefur varið ákveðið að mánudaginn 16. mars starfsdagur í leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu til þess að stjórnendur og starfólk geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.

Þið eruð beðin um að fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu um helgina og á mánudag m.a. á heimasíðum sveitarfélaga og skólanna.

Sjá fréttina á slóðinni hér fyrir neðan.

https://www.gardabaer.is/stjornsysla/utgefid-efni/frettir/tilkynning-fra-sveitarfelogum-a-hofudborgarsvaedinu-er-vardar-starfsemi-grunn-og-leikskola

Við í skólanum höfum unnið eftir aðgerðaráætlun sem þið hafið fengið senda og þar getið þið fengið góðar leiðbeiningar. Nú er mikilvægt að við sameinumst öll í þessu verkefni, sýnum samábyrgð og fylgjum þeim leiðbeiningum sem okkur er uppálagt að vinna eftir og umfram allt höldum í gleðina. Um leið og við höfum frekari upplýsingar munum við senda þær á ykkur.