news

Skapandi smíði

23 Apr 2021

Nemendur í 5. og 6. bekk hafa verið í skapandi smíði þessa önnina en þau fengu frjálsar hendur við að hanna sína eigin hluti út frá sínu áhugasviði. Þau lögðust í rannsóknir á svipuðum hlutum, gerðu teikningar og byrjuðu svo að smíða. Þetta gekk virkilega vel og má sjá afraksturinn á meðfylgjandi myndum.