news

Skapandi hugmyndir verða að veruleika

18 Des 2020

Börn búa yfir einstöku hugmyndaflugi og skapandi hugsun og þegar vöntun er á ákveðnum hlutum leggja þau stundum höfuðið í bleyti og úr verður eitthvað alveg einstakt. Í Urriðaholtsskóla hefur verið vöntun á hlaupahjólastandi og einn nemandi nýtti eigin sköpunarhæfileika og fékk smíðakennarann í lið með sér og hannaði og smíðaði hlaupahjólastand sem hann gaf skólanum.

Meðfylgjandi fréttinni er mynd af Ara Fritz Ingvarssyni hönnuði afhenda Þorgerði Önnu skólastjóra standinn góða.