news

Öskudagur

17 Feb 2021

Vikan fyrir vetrarfrí hefur verið sérlega gleðirík í Urriðaholtsskóla. Öskudagur stendur þó upp úr og í skólann mættu alls konar furðuverur í hús. Mikil stemning og gleði ríkti í húsinu. Á hverju stigi var kötturinn sleginn úr tunninni og alls staðar var dansað og sprellað. Börnin fengu glaðninga miðað við aldur og þroska barna í boði foreldrafélagsins.