news

Nöldrað um netið

29 Apr 2021

Þriðjudaginn, 4. maí 2021 kl. 20:00

Nöldrað um netið: hvernig stuðlum við að jákvæðri

og öruggri netnotkun barnanna okkar?

Fræðsla fyrir foreldra við Urriðaholtsskóla um jákvæða og örugga net- og miðlanotkun barna og hvernig hægt er að setja heilbrigð mörk um notkunina strax frá unga aldri.

Einnig verður rætt um skjátíma og aldursviðmið, persónuupplýsingar og hvernig við kennum börnunum okkur að verja sig gegn hættum á netinu og hvað við getum gert þegar eitthvað kemur upp á.

Hildur Halldórsdóttir, verkefnastjóri frá Heimili og skóla landssamtökum foreldra og SAFT Netöryggisfræðslumiðstöð heldur erindið en hún hefur víðtæka menntun og reynslu á sviðinu auk þess að vera móðir tveggja drengja sem eru að feta sín fyrstu skref í tækninni.

Fræðslan er á vegum Foreldrafélags Urriðaholtsskóla. Hlekkur með Zoom fundarboði verður sendur á alla foreldra fyrir þriðjudaginn.