news

Miðstig lærir um lýðræði og kosningar

24 Sep 2021

Nemendur á miðstigi hafa verið að læra um stjórnmál á Íslandi. Notast var við fjölbreytt efni meðal annars viðtöl við frambjóðendur á Krakkarúv um málefni er snerta börn á Íslandi. Þau fengu kynningu á öllum 11 stjórnmálaflokkum sem eru í framboði fyrir þessar kosningar og héldu síðan sína eigin kosningu. Lögð var áhersla á mikilvægi þess að ekki væri reynt að hafa áhrif á kostningu annarra og að réttur hvers og eins væri að velja fyrir sig og velja hvort viðkomandi vildi upplýsa um val sitt. Líflegar umræður sköpuðust og ekki bar á öðru en að þau væru nokkuð stolt að fá að æfa sig að taka þátt í lýðræðinu.