news

Ljóðasamkeppni

19 Nóv 2019

Í október tók Urriðaholtsskóli þátt í ljóðasamkeppni sem haldin var í tilefni í tilefni Ljóðadaga Óperudaga. Þema hátíðarinnar í ár var „Ljóð fyrir umhverfið“ og sendi skólinn inn ljóð frá öllum nemendum skólans. Vilborg Halla Jónsdóttir (9 ára) lenti í 2. sæti í keppninni í flokknum 1.-5. bekk og erum við ákaflega stolt af henni. Í tengslum við Ljóðadaga hélt skólinn einnig sína eigin ljóðasamkeppni og urðu þau Sara Dís Ingólfsdóttir (9 ára) og Hilmir Björn Hákonarson (7 ára) hlutskörpust í henni.